Val á nafni

Hér má finna gögn nafnanefndar, sem var skipuð af Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.  Nafnanefndin fékk það verkefni að fara yfir tillögur að nöfnum á nýtt sveitarfélag, en alls bárust tæplega 400 tillögur.  Nefndin leitaði umsagnar Örnefnanefndar um tiltekin nöfn og gerði loks tillögu um nöfn sem kosið var um í rafrænni atkvæðagreiðslu íbúa sveitarfélaganna.